
Barra GPS rafhlöðutæki
Lítið og nett sterkbyggt tæki sem auðvelt er að koma fyrir eða festa á ýmsum stöðum
LTE-M/NB-IoT
Stærð: 149 x 51 x 21 mm (lengd x breidd x hæð)
Tækið er ryk og vatnshelt skv. IP68 staðli
Allt að 8 ára rafhöðuending*
Tækið kemur með tveim útskiptanlegum AA rafhlöðum.
Ef tækið sendir eina staðsetningu á dag þá dugir rafhlaðan í 8 ár. Ef tækið sendir staðsetningu miðað við 2 tíma hreyfingu á dag þá dugir rafhlaðan í 3 ár. Auðvelt er að skipta um rafhlöður og miðast notkun við að notaðar séu lithium AA rafhlöður.
* Aðstæður hafa mikil áhrif á líftíma rafhlöðunnar t.d. styrkur netsambands, hitastig o.fl.

Barra GPS rafhöðutækið hentar á alls konar verðmæti sem ekki hafa eigin straum. T.d. gáma, kerrur, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, innkaupakerrur, ferðatöskur, verkfærakistur og golfpoka.