Vöktun með rafhlöðutækjum

Eigna og tækja GPS staðsetningartæki með rafhlöðu sem endist í allt að 3 ár. Lítill vatnsheldur tracker sem er tilvalinn að nota til að fylgjast með verðmætum hlutum. Hægt að fá t.d. daglega staðsetningu, oft á dag eða þegar hluturinn hreyfist. Dæmi um notkun, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar, gámar, innkaupakerrur, ferðatöskur, reiðhjól, dýr verkfæri, verkfærakistur, golfpokar og töskur.

TAT140 asset tracker rafhlöðutæki

TAT140 4G rafhlöðu tracker

Lítið og nett vatnshelt tæki sem auðvelt er að koma fyrir eða festa á ýmsum stöðum.

Stærð: 78 x 63 x 28 mm (lengd x breidd x hæð)

Þyngd: 115g með rafhlöðum

Tækið er ryk og vatnshelt skv. IP68 staðli. 

Allt að 3ja ára rafhöðuending*

Ef tækið sendir eina staðsetningu á dag með 4G LTE Cat 1 netsambandi þá getur rafhlaðan dugað í 3 ár. Hægt er að stjórna hversu oft tækið sendir staðsetningu sína. Tækið kemur með Li-SOCI2 rafhlöðu sem er ekki hægt að hlaða en auðvelt að skipta um.

* Aðstæður hafa mikil áhrif á líftíma rafhlöðunnar t.d. styrkur netsambands, hitastig o.fl.

Inni í tækinu er on/off takki.

Rafhlöðuvöktun rafhlöðutæki asset tracker
Rafhlöðuvöktun með Rafhlöðutæki

 

Mismunandi leiðir eru í boði til að festa tækið:

  1. Segul festing (fylgir ekki með)
  2. Tvöfalt límband
  3. Straps
Scroll to Top